Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 07:30 Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Vísir/GVA Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira