Netverjar prjóna fyrir forsætisráðherrann Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:33 Jacinda Ardern er yngsti forsætisráðherra í sögu Nýja-Sjálands, 37 ára. Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37