Þjóðardeildin er ný keppni sem hefur göngu sína næstkomandi haust. 55 Evrópuþjóðum er skipt eftir styrkleika í fjórar mismunandi deildir en í hverri keppni eiga lið möguleika að vinna sig upp á milli deilda, þá á kostnað annarra sem falla niður um deild.
Góður árangur íslenska landsliðsins síðustu ár skilaði liðinu í A-deild ásamt ellefu sterkustu landsliðum Evrópu. Liðunum tólf er skipt í fjóra þriggja liða riðla sem mætast heima og að heiman. Sigurvegari hvers riðils kemst svo áfram í lokaúrslit um Þjóðardeildarbikarinn en keppt verður um hann í fyrsta sinn sumarið 2019.
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður á morgun og ljóst að okkar menn munu fá að kljást við risa í evrópskri knattspyrnu. Allir leikirnir í riðlakeppni Þjóðardeildarinnar fara fram næstkomandi haust og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á það einnig við um leiki Íslands, bæði heima og ytra.
Það er þó meira í húfi í keppninni en bikar. Þau lið sem ekki komast í úrslitakeppni EM 2020 munu fá annað tækifæri til að komast inn á mótið í gegnum Þjóðardeildina - eitt úr hverri deild. Vonin verður því ekki úti fyrir strákana okkar ef Íslandi tekst ekki að komast upp úr sínum riðli í næstu undankeppni.
Dregið verður í riðlana á morgun klukkan 11. Sýnt verður beint frá athöfninni á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan tuttugu mínútur í ellefu.
Hvaða stórþjóðir koma á Laugardalsvöll í haust?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
