Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 17:36 Flóknar samningaviðræður hafa staðið yfir í Bandaríkjaþingi frá því að frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárheimildir alríkisstofnana rann út á miðnætti á föstudag. Vísir/AFP Repúblikanar og demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð saman um samkomulag um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur. Búist er við að greidd verði atkvæði um frumvarp í anda samkomulagsins í báðum deildum í dag. Washington Post greinir frá þessu. Fjöldi alríkisstofnana þurfti að leggja niður starfsemi eftir að frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til þeirra rann út á miðnætti á föstudag. Repúblikanar, sem ráða báðum deildum þingsins, þurfa engu að síður að reiða sig á að níu þingmenn demókrata greiði atkvæði með þeim í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp þess efnis. Á það vildu demókratar hins vegar ekki fallast nema að tryggt yrði að innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengju að dvelja áfram í landinu. Donald Trump forseti batt enda á svonefnda DACA-áætlun sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, segir nú að flokkur hans muni greiða atkvæði með því að opna alríkisstjórnina aftur tímabundið til 8. febrúar. Það gefi flokkunum ráðrúm til að ná saman um málamiðlun um skjólstæðinga DACA. Búist er við að öldungadeildin samþykki frumvarp þess efnis fljótlega. Þingmönnum fulltrúadeildarinnar hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir atkvæðagreiðslu síðar í dag. Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Repúblikanar og demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð saman um samkomulag um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur. Búist er við að greidd verði atkvæði um frumvarp í anda samkomulagsins í báðum deildum í dag. Washington Post greinir frá þessu. Fjöldi alríkisstofnana þurfti að leggja niður starfsemi eftir að frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til þeirra rann út á miðnætti á föstudag. Repúblikanar, sem ráða báðum deildum þingsins, þurfa engu að síður að reiða sig á að níu þingmenn demókrata greiði atkvæði með þeim í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp þess efnis. Á það vildu demókratar hins vegar ekki fallast nema að tryggt yrði að innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengju að dvelja áfram í landinu. Donald Trump forseti batt enda á svonefnda DACA-áætlun sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, segir nú að flokkur hans muni greiða atkvæði með því að opna alríkisstjórnina aftur tímabundið til 8. febrúar. Það gefi flokkunum ráðrúm til að ná saman um málamiðlun um skjólstæðinga DACA. Búist er við að öldungadeildin samþykki frumvarp þess efnis fljótlega. Þingmönnum fulltrúadeildarinnar hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir atkvæðagreiðslu síðar í dag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47