Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 22:28 Helga var áður umsjónarmaður Kastljóss. Vísir/Valli Helga Arnardóttir er hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. Helga hóf störf þann 2. janúar síðastliðinn. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann, Vikuna og fríblaðið Mannlíf.Á vef Mannlífs segir að Helga hafi nýlega hafið störf hjá útgáfunni en að hún og stjórn félagsins hafi komist að samkomulagi um starfslok hennar. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg og er Helgu þakkað fyrir samstarfið. Helga var áður annar af umsjónarmönnum Kastljóss hjá RÚV frá árinu 2014. Hún hætti hjá RÚV í desember til að taka við störfum hjá Birtíngi. Þá var það tilkynnt að Helga myndi ritstýra Mannlífi og hafa yfirumsjón með áframhaldandi stafrænni uppbyggingu.Átti að leiða aukið samstarf ritstjórna Fram kom að Helga myndistarfa náið með núverandi ritstjórum tímarita Birtíngs, leiða aukið samstarf ritstjórna og marka ritstjórnarstefnu Mannlífs og mannlif.is. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Birtíngi og lít á það sem mikla áskorun að takast á við prentmiðla á þessum tímum og finna þeim tryggan farveg í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi,“ sagði Helga. „Það verður spennandi verkefni að leiða nokkur af vinsælustu tímaritum landsins inn á nýjar brautir í hinum stafræna heimi og koma með ferskt fríblað mánaðarlega um brýn samfélagsmál, sem varða okkur öll og málefni líðandi stundar.” Birtíngur opnaði nýverið lífstílsvefinn mannlif.is, sameiginlegan vef allra miðla félagsins, en Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa á vefnum. Hætti í Kastljósi Helga starfaði áður í fréttaskýringaþættinum Kastljósi hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 2014, og auk þess hefur hún framleitt og haft umsjón með heimildarþættinum Meinsærið um rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu og fjögurra þáttaröð um leikferil Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Helga starfaði í 7 ár á Stöð 2 sem fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi, vaktstjóri, fréttaþulur og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Á Stöð 2 hafði hún umsjón með þáttunum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst lögreglumál. Hún hefur starfað við blaðamennsku allt frá árinu 2002 og hóf störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 2004, þar til hún gekk til liðs við Stöð 2. Hún hlaut MA gráðu í International Journalism frá City University of London árið 2010 með áherslu á sjónvarps-og rannsóknarblaðamennsku. Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Helga Arnardóttir er hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. Helga hóf störf þann 2. janúar síðastliðinn. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann, Vikuna og fríblaðið Mannlíf.Á vef Mannlífs segir að Helga hafi nýlega hafið störf hjá útgáfunni en að hún og stjórn félagsins hafi komist að samkomulagi um starfslok hennar. Ákvörðunin hafi verið sameiginleg og er Helgu þakkað fyrir samstarfið. Helga var áður annar af umsjónarmönnum Kastljóss hjá RÚV frá árinu 2014. Hún hætti hjá RÚV í desember til að taka við störfum hjá Birtíngi. Þá var það tilkynnt að Helga myndi ritstýra Mannlífi og hafa yfirumsjón með áframhaldandi stafrænni uppbyggingu.Átti að leiða aukið samstarf ritstjórna Fram kom að Helga myndistarfa náið með núverandi ritstjórum tímarita Birtíngs, leiða aukið samstarf ritstjórna og marka ritstjórnarstefnu Mannlífs og mannlif.is. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Birtíngi og lít á það sem mikla áskorun að takast á við prentmiðla á þessum tímum og finna þeim tryggan farveg í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi,“ sagði Helga. „Það verður spennandi verkefni að leiða nokkur af vinsælustu tímaritum landsins inn á nýjar brautir í hinum stafræna heimi og koma með ferskt fríblað mánaðarlega um brýn samfélagsmál, sem varða okkur öll og málefni líðandi stundar.” Birtíngur opnaði nýverið lífstílsvefinn mannlif.is, sameiginlegan vef allra miðla félagsins, en Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa á vefnum. Hætti í Kastljósi Helga starfaði áður í fréttaskýringaþættinum Kastljósi hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 2014, og auk þess hefur hún framleitt og haft umsjón með heimildarþættinum Meinsærið um rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu og fjögurra þáttaröð um leikferil Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Helga starfaði í 7 ár á Stöð 2 sem fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi, vaktstjóri, fréttaþulur og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Á Stöð 2 hafði hún umsjón með þáttunum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst lögreglumál. Hún hefur starfað við blaðamennsku allt frá árinu 2002 og hóf störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 2004, þar til hún gekk til liðs við Stöð 2. Hún hlaut MA gráðu í International Journalism frá City University of London árið 2010 með áherslu á sjónvarps-og rannsóknarblaðamennsku. Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira