Lars Lagerbäck hlakkar til þess að mæta aftur til Íslands en hann mun stýra norska fótboltalandsliðinu gegn því íslenska á Laugardalsvelli í júní.
KSÍ tilkynnti um vináttulandsleik Íslands og Noregs í gær. Lars mun þá mæta á sinn gamla heimavöll, hann stýrði íslenska liðinu við góðan orðstír í fimm ár og náði ógleymanlegum árangri á Evrópumótinu í Frakklandi.
„Öll lið sem maður hefur þjálfað eiga stað í hjarta mans. Fimm ár á Íslandi gerðu mig hálfgerðan Íslending,“ sagði Lagerbäck í viðtali við Aftenposten.
„Það verður mjög gaman að koma til Reykjavíkur og mæta liði sem er á leiðinni á HM.“
„Ef við náum að sigra þá verður það enn skemmtilegra,“ sagði Lars Lagerbäck.
Síðast þegar liðin mættust, ytra sumarið 2016, fóru Norðmenn með 3-2 sigur. Seinna það sumar fór Ísland svo á EM í Frakklandi. Hjátrúarfullir myndu því kannski segja að Ísland ætti að tapa fyrir Norðmönnum í júní svo árangurinn verði svipaður í Rússlandi.
Lars hlakkar til að mæta Íslandi: „Enn skemmtilegra ef við vinnum“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn