Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. janúar 2018 08:30 Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. vísir/gva Tveir rannsóknarlögreglumenn og einn fulltrúi af ákærusviði fá nú það hlutverk að yfirfara öll mál kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem eru til rannsóknar aftur og greina þau. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu stíft í gær vegna máls þar sem maður sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti, en kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst síðastliðnum vegna brota sem eiga að hafa staðið yfir frá árunum 2004-2010. Manninum var hins vegar ekki vikið úr starfi á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda fyrr en í síðustu viku. Daginn eftir var hann settur í gæsluvarðhald. Maðurinn starfaði því með ungmennum í rúma fimm mánuði eftir að kæran var lögð fram. Til þessara aðgerða er gripið í viðleitni embættisins til að tryggja að engin mál, sambærileg máli mannsins sem um ræðir, komi upp. Lögregla hefur viðurkennt mistök og yfirsjón í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglunnar segir að starfsmenn deildarinnar hafi talið að meintur gerandi hefði verið stuðningsfulltrúi kæranda, en ekki litið þannig á að viðkomandi starfaði enn að barnaverndarmálum.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.VísirRéttargæslumaður meints brotaþola í málinu, Sævar Þór Jónsson, segir að í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál piltsins hafi sjö einstaklingar haft samband við sig, í síma og í tölvupósti. „Þetta er fólk sem vill veita stuðning varðandi rannsókn, staðfesta lýsingar og brot. Ég hef hvatt þetta fólk til að senda inn kæru.“ Aðspurður segir hann þessa einstaklinga ekki hafa tilgreint sérstaklega hvar þeir hafi kynnst manninum, það er að segja hvort um sé að ræða ásakanir um brot gegn börnum sem honum hefur verið trúað fyrir starfa sinna vegna. „En þetta eru einstaklingar sem kannast við lýsingar á manninum og segjast hafa átt í samskiptum við hann. Sumir eru eingöngu að koma fram til að veita stuðning. Það er bara misjafnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot, en í febrúar 2013 kærði ungur piltur manninn fyrir kynferðislega áreitni. Meint brot eiga að hafa staðið yfir þegar drengurinn var á aldrinum 10 til 17 ára. Maðurinn var ekki boðaður í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í september sama ár. Hann neitaði sök og með bréfi í nóvember 2013 var ætlað brot talið fyrnt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Tveir rannsóknarlögreglumenn og einn fulltrúi af ákærusviði fá nú það hlutverk að yfirfara öll mál kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem eru til rannsóknar aftur og greina þau. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu stíft í gær vegna máls þar sem maður sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti, en kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst síðastliðnum vegna brota sem eiga að hafa staðið yfir frá árunum 2004-2010. Manninum var hins vegar ekki vikið úr starfi á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda fyrr en í síðustu viku. Daginn eftir var hann settur í gæsluvarðhald. Maðurinn starfaði því með ungmennum í rúma fimm mánuði eftir að kæran var lögð fram. Til þessara aðgerða er gripið í viðleitni embættisins til að tryggja að engin mál, sambærileg máli mannsins sem um ræðir, komi upp. Lögregla hefur viðurkennt mistök og yfirsjón í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglunnar segir að starfsmenn deildarinnar hafi talið að meintur gerandi hefði verið stuðningsfulltrúi kæranda, en ekki litið þannig á að viðkomandi starfaði enn að barnaverndarmálum.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.VísirRéttargæslumaður meints brotaþola í málinu, Sævar Þór Jónsson, segir að í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál piltsins hafi sjö einstaklingar haft samband við sig, í síma og í tölvupósti. „Þetta er fólk sem vill veita stuðning varðandi rannsókn, staðfesta lýsingar og brot. Ég hef hvatt þetta fólk til að senda inn kæru.“ Aðspurður segir hann þessa einstaklinga ekki hafa tilgreint sérstaklega hvar þeir hafi kynnst manninum, það er að segja hvort um sé að ræða ásakanir um brot gegn börnum sem honum hefur verið trúað fyrir starfa sinna vegna. „En þetta eru einstaklingar sem kannast við lýsingar á manninum og segjast hafa átt í samskiptum við hann. Sumir eru eingöngu að koma fram til að veita stuðning. Það er bara misjafnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot, en í febrúar 2013 kærði ungur piltur manninn fyrir kynferðislega áreitni. Meint brot eiga að hafa staðið yfir þegar drengurinn var á aldrinum 10 til 17 ára. Maðurinn var ekki boðaður í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í september sama ár. Hann neitaði sök og með bréfi í nóvember 2013 var ætlað brot talið fyrnt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46