Erlent

Jafnmikil ógn af Kínverjum og Rússum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mike Pompeo var öldungadeildarþingmaður fyrir repúblikana áður en hann varð yfirmaður CIA.
Mike Pompeo var öldungadeildarþingmaður fyrir repúblikana áður en hann varð yfirmaður CIA. BBC
Tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á Vesturlöndum með leynilegum hætti valda Bandaríkjamönnum alveg jafnmiklum áhyggjum og undirróðursstarfsemi Rússa. Þetta segir forstjóri leyniþjónustunnar CIA í viðtali við breska ríkisútvarpið.

Forstjórinn, Mike Pompeo, segir að Kínverjar séu mun betur í stakk búnir en Rússar til að beita njósnum enda mun stærra og öflugra ríki. Bandaríska leyniþjónustusamfélagið hefur lengi haldið því fram fullum fetum að Rússar hafi reynt að beita sér í forsetakosningunum þegar Trump forseti var kosinn.

Pompeo segist viss um að þeir muni reyna slíkt aftur í næstu þingkosningum sem eru á næsta leyti. Kínverjar væru hinsvegar ekki minni ógn við þjóðaröryggið, en Rússar.

Spjall breska ríkisútvarpsins við Pompeo má nálgast hér. Þar ræðir hann einnig um flugskeytaárásir Írana og áhrif Bandaríkjanna á gang mála í borgararstyrjöldinni í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×