Þörf fyrir 2.200 nýjar íbúðir á ári til 2040 Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2018 07:04 Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu að sögn Íbúðalánasjóðs. Vísir/Andri Marinó Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir aukinn kraft í uppbyggingu íbúða um þessar mundir verði að teljast ólíklegt að uppsafnaður skortur frá árinu 2012 hverfi að fullu á næstu tveimur árum, þótt hann gæti minnkað. Von er á tölum um nýbyggingar og fólksfjölgun fyrir nýliðið ár, sem munu varpa frekara ljósi á stöðuna. Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu eða að meðaltali 2.200 nýjar íbúðir á ári hverju til ársins 2040 miðað við uppsafnaðan skort síðan 2012. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að um sé að ræða umtalsvert meiri uppbyggingu á ári hverju en var á tímabilinu 2009-2016. Allra næstu árin sé þó þörf á fleiri íbúðum árlega en sem þessari spá til ársins 2040 nemur enda sé uppsafnaður skortur til staðar.Ungir sem aldnir hafa áhrif „Þá hefur það einnig áhrif á þörf fyrir byggingu nýrra íbúða hversu lengi ungt fólk býr í foreldrahúsum og jafnframt hve seint aldraðir flytja á hjúkrunarheimili. Á undanförnum áratugum hefur skólaganga fólks lengst, fólk fer þar af leiðandi síðar á vinnumarkað og býr lengur í foreldrahúsum. Vilji fólk að meðaltali flytja 5 árum seinna úr foreldrahúsum árið 2040 en fólk gerði árið 2011 er þörf á um 11.000 nýjum íbúðum á tímabilinu 2017-2019 í stað 17 þúsund,“ segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Sú spurning stendur þó eftir hvort fólk vilji raunverulega flytja seinna að heiman en áður eða hvort það neyðist til að búa lengur heima. Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur vissulega aukist undanfarin ár en á sama tíma hefur verið hávær umræða um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er ennfremur bætt við. Það er þó ekki aðeins ungt fólk sem flytur síðar að sögn hagfræðinga Íbúðalánasjóðs. Aldraðir búa nú við betri heilsu en áður og haldi sú þróun áfram má ætla að það hafi áhrif á það hvenær fólk flytur að jafnaði á hjúkrunarheimili. Flytji aldraðir að jafnaði fimm árum síðar á hjúkrunarheimili en þeir gerðu árið 2011 er þörf fyrir 3.000 fleiri íbúðir árið 2040. Á móti minnkar þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila. Húsnæðismál Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir aukinn kraft í uppbyggingu íbúða um þessar mundir verði að teljast ólíklegt að uppsafnaður skortur frá árinu 2012 hverfi að fullu á næstu tveimur árum, þótt hann gæti minnkað. Von er á tölum um nýbyggingar og fólksfjölgun fyrir nýliðið ár, sem munu varpa frekara ljósi á stöðuna. Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu eða að meðaltali 2.200 nýjar íbúðir á ári hverju til ársins 2040 miðað við uppsafnaðan skort síðan 2012. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að um sé að ræða umtalsvert meiri uppbyggingu á ári hverju en var á tímabilinu 2009-2016. Allra næstu árin sé þó þörf á fleiri íbúðum árlega en sem þessari spá til ársins 2040 nemur enda sé uppsafnaður skortur til staðar.Ungir sem aldnir hafa áhrif „Þá hefur það einnig áhrif á þörf fyrir byggingu nýrra íbúða hversu lengi ungt fólk býr í foreldrahúsum og jafnframt hve seint aldraðir flytja á hjúkrunarheimili. Á undanförnum áratugum hefur skólaganga fólks lengst, fólk fer þar af leiðandi síðar á vinnumarkað og býr lengur í foreldrahúsum. Vilji fólk að meðaltali flytja 5 árum seinna úr foreldrahúsum árið 2040 en fólk gerði árið 2011 er þörf á um 11.000 nýjum íbúðum á tímabilinu 2017-2019 í stað 17 þúsund,“ segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Sú spurning stendur þó eftir hvort fólk vilji raunverulega flytja seinna að heiman en áður eða hvort það neyðist til að búa lengur heima. Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur vissulega aukist undanfarin ár en á sama tíma hefur verið hávær umræða um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er ennfremur bætt við. Það er þó ekki aðeins ungt fólk sem flytur síðar að sögn hagfræðinga Íbúðalánasjóðs. Aldraðir búa nú við betri heilsu en áður og haldi sú þróun áfram má ætla að það hafi áhrif á það hvenær fólk flytur að jafnaði á hjúkrunarheimili. Flytji aldraðir að jafnaði fimm árum síðar á hjúkrunarheimili en þeir gerðu árið 2011 er þörf fyrir 3.000 fleiri íbúðir árið 2040. Á móti minnkar þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Húsnæðismál Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira