Skemmtilegir og furðulegir fyrstu mánuðir hjá Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2018 09:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty „Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“