Fyrrum formaður dómarafélagsins vill láta rannsaka vítadóm Moss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 17:00 Leikmenn Liverpool voru óánægðir með dóma Moss í leiknum Vísir/Getty Mikil ólga er í dómarasamfélaginu á Englandi eftir leik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn þar sem Jonathan Moss dæmdi tvær mjög umdeildar vítaspyrnur á Liverpool með skömmu millibili undir lok leiksins. Þrýstingur er á forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hefja óháða rannsókn út í framkvæmd Moss við dóminn á fyrri vítaspyrnunni. Moss ráðfærði sig lengi við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Loris Karius fyrir að fella Harry Kane í teignum. Sjálft brotið hjá Karius er þó ekki það sem er í umræðunni, heldur hvort Dejan Lovren hafi gert Harry Kane réttstæðan í aðdraganda brotsins. Moss náðist á upptöku segja „Martin, sérðu eitthvað af sjónvarpsupptökum?“ í eyra sér við martin Atkinson, fjórða dómara leiksins og er það ástæða ólgunnar því dómarar mega ekki notfæra sér sjónvarpsupptökur nema þegar formlegir myndbandsdómarar eru að störfum, sem enn hefur ekki verið reynt í úrvalsdeildinni. Félag dómara, PGMO, hefur gefið lítið fyrir þessi ummæli og sagt að þau hafi verið mismæli. Þá sagði Geoff Shreeves, fjölmiðlamaður sem var að vinna á leiknum fyrir Sky Sports, að Atkinson hafi ekki haft neinn aðgang að sjónvarpsskjám.Fyrrum formaður PGMO, Keith Hackett, kom hins vegar fram í Telegraph og sagði að hefja eigi rannsókn á atvikinu jafnframt sem hann hefði vikið Moss tímabundið úr starfi vegna þess. „Það þarf að hefja nákvæma rannsókn hvers vegna Moss hafi talað við fjórða dómarann um sjónvarpsupptöku. Þeir geta ekki bara sópað þessu frá sem mismælum,“ sagði Hackett. Þá hefur Hackett einnig verið hávær í mótmælum dómsins þar sem Kane hafi verið rangstæður. Lovren kom við boltann áður en hann barst til Kane, sem gerði Englendinginn réttstæðann að mati Moss og þeirra sem telja dóminn réttan. Hins vegar er regluverk frá löggjafarvaldi fótboltans, International Football Association Board, sem segir leikmann rangstæðan ef hann „framkvæmir aðgerð sem hefur áhrif á getu andstæðingsins til þess að leika boltanum.“ Hackett vill meina að þar sem Kane hafi verið rangstæður hafi hann haft áhrif á sparkgetu Lovren og því orðið til þess að hinn síðarnefndi hitti boltann illa svo hann féll fyrir Kane. „Við erum með fjölmarga dómara um allan heim sem eru ekki sammála um túlkun rangstæðureglunnar. Við þurfum að fá skýringu frá IFAB um hvernig reglan á að vera túlkuð,“ sagði Hackett. Enski boltinn Tengdar fréttir Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30 Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30 „Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30 Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Mikil ólga er í dómarasamfélaginu á Englandi eftir leik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn þar sem Jonathan Moss dæmdi tvær mjög umdeildar vítaspyrnur á Liverpool með skömmu millibili undir lok leiksins. Þrýstingur er á forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hefja óháða rannsókn út í framkvæmd Moss við dóminn á fyrri vítaspyrnunni. Moss ráðfærði sig lengi við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Loris Karius fyrir að fella Harry Kane í teignum. Sjálft brotið hjá Karius er þó ekki það sem er í umræðunni, heldur hvort Dejan Lovren hafi gert Harry Kane réttstæðan í aðdraganda brotsins. Moss náðist á upptöku segja „Martin, sérðu eitthvað af sjónvarpsupptökum?“ í eyra sér við martin Atkinson, fjórða dómara leiksins og er það ástæða ólgunnar því dómarar mega ekki notfæra sér sjónvarpsupptökur nema þegar formlegir myndbandsdómarar eru að störfum, sem enn hefur ekki verið reynt í úrvalsdeildinni. Félag dómara, PGMO, hefur gefið lítið fyrir þessi ummæli og sagt að þau hafi verið mismæli. Þá sagði Geoff Shreeves, fjölmiðlamaður sem var að vinna á leiknum fyrir Sky Sports, að Atkinson hafi ekki haft neinn aðgang að sjónvarpsskjám.Fyrrum formaður PGMO, Keith Hackett, kom hins vegar fram í Telegraph og sagði að hefja eigi rannsókn á atvikinu jafnframt sem hann hefði vikið Moss tímabundið úr starfi vegna þess. „Það þarf að hefja nákvæma rannsókn hvers vegna Moss hafi talað við fjórða dómarann um sjónvarpsupptöku. Þeir geta ekki bara sópað þessu frá sem mismælum,“ sagði Hackett. Þá hefur Hackett einnig verið hávær í mótmælum dómsins þar sem Kane hafi verið rangstæður. Lovren kom við boltann áður en hann barst til Kane, sem gerði Englendinginn réttstæðann að mati Moss og þeirra sem telja dóminn réttan. Hins vegar er regluverk frá löggjafarvaldi fótboltans, International Football Association Board, sem segir leikmann rangstæðan ef hann „framkvæmir aðgerð sem hefur áhrif á getu andstæðingsins til þess að leika boltanum.“ Hackett vill meina að þar sem Kane hafi verið rangstæður hafi hann haft áhrif á sparkgetu Lovren og því orðið til þess að hinn síðarnefndi hitti boltann illa svo hann féll fyrir Kane. „Við erum með fjölmarga dómara um allan heim sem eru ekki sammála um túlkun rangstæðureglunnar. Við þurfum að fá skýringu frá IFAB um hvernig reglan á að vera túlkuð,“ sagði Hackett.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30 Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30 „Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30 Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30
Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30
„Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30
Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00