Fyrrum formaður dómarafélagsins vill láta rannsaka vítadóm Moss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 17:00 Leikmenn Liverpool voru óánægðir með dóma Moss í leiknum Vísir/Getty Mikil ólga er í dómarasamfélaginu á Englandi eftir leik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn þar sem Jonathan Moss dæmdi tvær mjög umdeildar vítaspyrnur á Liverpool með skömmu millibili undir lok leiksins. Þrýstingur er á forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hefja óháða rannsókn út í framkvæmd Moss við dóminn á fyrri vítaspyrnunni. Moss ráðfærði sig lengi við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Loris Karius fyrir að fella Harry Kane í teignum. Sjálft brotið hjá Karius er þó ekki það sem er í umræðunni, heldur hvort Dejan Lovren hafi gert Harry Kane réttstæðan í aðdraganda brotsins. Moss náðist á upptöku segja „Martin, sérðu eitthvað af sjónvarpsupptökum?“ í eyra sér við martin Atkinson, fjórða dómara leiksins og er það ástæða ólgunnar því dómarar mega ekki notfæra sér sjónvarpsupptökur nema þegar formlegir myndbandsdómarar eru að störfum, sem enn hefur ekki verið reynt í úrvalsdeildinni. Félag dómara, PGMO, hefur gefið lítið fyrir þessi ummæli og sagt að þau hafi verið mismæli. Þá sagði Geoff Shreeves, fjölmiðlamaður sem var að vinna á leiknum fyrir Sky Sports, að Atkinson hafi ekki haft neinn aðgang að sjónvarpsskjám.Fyrrum formaður PGMO, Keith Hackett, kom hins vegar fram í Telegraph og sagði að hefja eigi rannsókn á atvikinu jafnframt sem hann hefði vikið Moss tímabundið úr starfi vegna þess. „Það þarf að hefja nákvæma rannsókn hvers vegna Moss hafi talað við fjórða dómarann um sjónvarpsupptöku. Þeir geta ekki bara sópað þessu frá sem mismælum,“ sagði Hackett. Þá hefur Hackett einnig verið hávær í mótmælum dómsins þar sem Kane hafi verið rangstæður. Lovren kom við boltann áður en hann barst til Kane, sem gerði Englendinginn réttstæðann að mati Moss og þeirra sem telja dóminn réttan. Hins vegar er regluverk frá löggjafarvaldi fótboltans, International Football Association Board, sem segir leikmann rangstæðan ef hann „framkvæmir aðgerð sem hefur áhrif á getu andstæðingsins til þess að leika boltanum.“ Hackett vill meina að þar sem Kane hafi verið rangstæður hafi hann haft áhrif á sparkgetu Lovren og því orðið til þess að hinn síðarnefndi hitti boltann illa svo hann féll fyrir Kane. „Við erum með fjölmarga dómara um allan heim sem eru ekki sammála um túlkun rangstæðureglunnar. Við þurfum að fá skýringu frá IFAB um hvernig reglan á að vera túlkuð,“ sagði Hackett. Enski boltinn Tengdar fréttir Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30 Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30 „Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30 Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Mikil ólga er í dómarasamfélaginu á Englandi eftir leik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn þar sem Jonathan Moss dæmdi tvær mjög umdeildar vítaspyrnur á Liverpool með skömmu millibili undir lok leiksins. Þrýstingur er á forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hefja óháða rannsókn út í framkvæmd Moss við dóminn á fyrri vítaspyrnunni. Moss ráðfærði sig lengi við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann dæmdi vítaspyrnu á Loris Karius fyrir að fella Harry Kane í teignum. Sjálft brotið hjá Karius er þó ekki það sem er í umræðunni, heldur hvort Dejan Lovren hafi gert Harry Kane réttstæðan í aðdraganda brotsins. Moss náðist á upptöku segja „Martin, sérðu eitthvað af sjónvarpsupptökum?“ í eyra sér við martin Atkinson, fjórða dómara leiksins og er það ástæða ólgunnar því dómarar mega ekki notfæra sér sjónvarpsupptökur nema þegar formlegir myndbandsdómarar eru að störfum, sem enn hefur ekki verið reynt í úrvalsdeildinni. Félag dómara, PGMO, hefur gefið lítið fyrir þessi ummæli og sagt að þau hafi verið mismæli. Þá sagði Geoff Shreeves, fjölmiðlamaður sem var að vinna á leiknum fyrir Sky Sports, að Atkinson hafi ekki haft neinn aðgang að sjónvarpsskjám.Fyrrum formaður PGMO, Keith Hackett, kom hins vegar fram í Telegraph og sagði að hefja eigi rannsókn á atvikinu jafnframt sem hann hefði vikið Moss tímabundið úr starfi vegna þess. „Það þarf að hefja nákvæma rannsókn hvers vegna Moss hafi talað við fjórða dómarann um sjónvarpsupptöku. Þeir geta ekki bara sópað þessu frá sem mismælum,“ sagði Hackett. Þá hefur Hackett einnig verið hávær í mótmælum dómsins þar sem Kane hafi verið rangstæður. Lovren kom við boltann áður en hann barst til Kane, sem gerði Englendinginn réttstæðann að mati Moss og þeirra sem telja dóminn réttan. Hins vegar er regluverk frá löggjafarvaldi fótboltans, International Football Association Board, sem segir leikmann rangstæðan ef hann „framkvæmir aðgerð sem hefur áhrif á getu andstæðingsins til þess að leika boltanum.“ Hackett vill meina að þar sem Kane hafi verið rangstæður hafi hann haft áhrif á sparkgetu Lovren og því orðið til þess að hinn síðarnefndi hitti boltann illa svo hann féll fyrir Kane. „Við erum með fjölmarga dómara um allan heim sem eru ekki sammála um túlkun rangstæðureglunnar. Við þurfum að fá skýringu frá IFAB um hvernig reglan á að vera túlkuð,“ sagði Hackett.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30 Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30 „Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30 Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. febrúar 2018 08:30
Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2018 18:30
„Frábær samvinna hjá dómurunum“ Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. 4. febrúar 2018 20:30
Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag. 4. febrúar 2018 22:00