Launahækkanirnar rúmast innan SALEK Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fyrri kjör höfðu verið ákveðin af gerðardómi í ágúst 2015. Ríkisstjórnarslit töfðu það að samningar næðust nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira