Erlent

Vita ekki hvað varð um minnst 800 milljónir dala

Samúel Karl Ólason skrifar
Endurskoðunin er hafa vakið upp spurningar um það hvort að Varnarmálaráðuneytið geti í raun haldið utan um þá 700 milljarða tala sem varið er í hernaðarmál á ári.
Endurskoðunin er hafa vakið upp spurningar um það hvort að Varnarmálaráðuneytið geti í raun haldið utan um þá 700 milljarða tala sem varið er í hernaðarmál á ári. Vísir/Getty
Ein af stærstu undirstofnunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna getur ekki gert grein fyrir því hvernig rúmlega átta hundruð milljónum dala var varið. Þetta kemur fram í innri endurskoðun Defense Logistics Agency, DLA, sem blaðamenn Politico hafa komið höndum yfir. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni leggja fram tillögu um að auka fjárútlát til varnarmála.

800 milljónir dala samsvara um 80 milljörðum króna.

Samkvæmt frétt Politico segir í greinagerð endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young að forsvarsmenn DLA hafi haldið svo illa um kostnað stofnunarinnar að það sé engin leið að rekja fjárútlát hennar og að líklegast séu 800 milljónirnar mikið vanmat. DLA, sem er í raun nokkurs konar birgi herafla Bandaríkjanna, fær um 40 milljarða dala á ári.



Þetta er sagt vekja spurningar um það hvort að Varnarmálaráðuneytið geti í raun haldið utan um þá 700 milljarða dala sem varið er í hernaðarmál á ári og þá milljarða sem Trump mun leggja til að bætt verði við. Innri endurskoðun hefur aldrei verið framkvæmd í ráðuneytinu þrátt fyrir að þingið hafi kallað eftir því. Þingmenn hafa nú áhyggjur af því að endurskoðun gæti reynst ómöguleg vegna ástands bókhalds DLA.

Forsvarsmenn stofnunarinnar segja þó að tekið verði á þessum málum en ljóst er að mikið verk er fyrir höndum starfsmanna DLA. Í tilkynningu til Politco segir að DLA sé fyrsta stóra stofnun Varnarmálaráðuneytisins sem fer í gegnum endurskoðun og að niðurstöðurnar hafi í raun ekki komið á óvart.

Endurskoðunin sneri að tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×