Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 12:00 Blái pokinn, BILLY-hillan, sprittkertin og LACK-borðið eru á meðal vinsælustu vara IKEA hér á landi. Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar. Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar.
Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30