Enski boltinn

Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp var svekktur í leikslok
Jürgen Klopp var svekktur í leikslok vísir/getty
Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag.

Loka mínútur leiksins voru ótrúlegar þar sem tvær vítaspyrnur og þrjú mörk sáu dagsins ljós á síðustu tíu mínútunum.

„Ákvarðanir línuvarðarins réðu úrslitum í leiknum,“ sagði Klopp í viðtali eftir leikinn.

„Þetta var klárlega rangstaða,“ sagði Klopp um fyrri vítaspyrnudóminn. „Ég veit ekki hvað þeir [dómarinn Jon Moss og aðstoðardómarinn Eddie Smart] voru að ræða. Seinna vítið, já það er snerting frá Virgil van Dijk en við vitum öll að Lamela leitar eftir snertingunni.“

Sjá einnig: „Frábær samvinna hjá dómurunum“

Liverpool lék mjög vel í fyrri hálfleik en hleypti Tottenham inn í leikinn í þeim seinni.

„Hvernig er hægt að hafa algjöra stjórn á Tottenham? Við áttum frábær augnablik og þeir urðu að elta leikinn því við skoruðum snemma. En ég held að það sé ekki hægt að stjórna Tottenham í 90 mínútur. Þeir eru með of mikil gæði,“ sagði Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×