RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Ríkisútvarpið hefur um tvo milljarða króna á ári í tekjur af sölu auglýsinga og kostana. Lagt hefur verið til að stofnunin hverfi af auglýsingamarkaði. vísir/ernir Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10