Erlent

Aðlaðandi fólk líklegra til að vera hægrisinnað

Kjartan Kjartansson skrifar
Álitamál er hvort að Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti eða reyni á niðurstöður rannsóknarinnar.
Álitamál er hvort að Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti eða reyni á niðurstöður rannsóknarinnar. Vísir/AFP
Fylgni er á milli hversu aðlaðandi fólk er talið og pólitískra skoðana þeirra. Niðurstaða nýrrar bandarískrar könnunar er að aðlaðandi fólk sé aðeins líklegra til að vera hægrisinnað. Hluti ástæðunnar gæti verið bjöguð sýn þess á umheiminn.

Samantektarrannsóknin birtist í tímaritinu Journal of Public Economics. Höfundar hennar segja að þegar leiðrétt hefur verið fyrir efnahagslegum og félagslegum þáttum séu aðlaðandi einstaklingar líklegri til hafa pólitísk áhrif og telja sjálfa sig hægrisinnaða eða repúblikana, að því er segir í frétt The Guardian.

Fjöldi rannsókna í gegnum tíðina hefur sýnt fram á að fólk sem er talið aðlaðandi hefur aðra og jákvæðari sýn á heiminn en aðrir. Það telji heiminn einfaldlega réttlátari og sanngjarnari vegna þess að það sjálft fær gjarnan aðra meðferð en annað fólk.

„Útlitið skiptir máli. Þegar fólk kemur öðruvísi fram við okkur förum við að sjá heiminn á annan hátt. Rannsóknir sýna að myndarlegu fólki gengur gjarnan betur í lífinu vegna þess að annað fólk kemur öðruvísi fram við það,“ segir Rolfe Daus Peterson frá Susquehanna-háskóla.

Þannig leiðir rannsókn hans og félaga hans í ljós að myndarlegt fólk geti verið haldið blindu á þjáningar annars fólks. Það verði líklegra til að tileinka sér einstaklingshyggju og hafna félagslegri aðstoð og velferðarkerfi sem vinstri vængur stjórnmálanna talar frekar fyrir.

„Á vissan hátt geta aðlaðandi einstaklingar verið haldnir blindu sem leiðir til þess að þeir sjá ekki þörfina fyrir ríkisaðstoð eða stuðnings í samfélaginu,“ segja höfundar rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×