Erlent

Yfirmaður lýðheilsumála sagði af sér vegna hlutabréfakaupa í tóbaksfyrirtæki

Kjartan Kjartansson skrifar
Með því að kaupa hlutabréf í tóbaksfyrirtæki skapaði Fitzgerald (t.h.) hagsmunaárekstra í nýju starfi sínu sem forstöðumaður Heilsuverndarstofnunar Bandaríkjanna.
Með því að kaupa hlutabréf í tóbaksfyrirtæki skapaði Fitzgerald (t.h.) hagsmunaárekstra í nýju starfi sínu sem forstöðumaður Heilsuverndarstofnunar Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Brenda Fitzgerald, forstöðumaður Heilsuverndarstofnunar Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hagsmunaárekstra í gær. Hún hafði legið undir gagnrýni eftir að í ljós kom að hún keypti hlutabréf í tóbaksfyrirtæki þegar hún var nýtekin við embættinu.

Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að með hlutabréfakaupunum hafi Fitzgerald skapað hagsmunaárekstra sem takmörkuðu getu hennar til að uppfylla skyldur sínar sem forstöðumaður Heilsuverndarstofunarinnar [e. Centers for Disease Control and Prevention].

Afsögn Fitzgerald kom í kjölfar umfjöllunar bandaríska blaðsins Politico um hlutabréfakaup hennar þegar hún hafði gegnt embættinu í mánuð. Fitzgerald tók við því í júlí en hún hefur lengi barist gegn tóbaksnotkun sem er orsök fjölda ótímabærra dauðsfalla í Bandaríkjunum og um allan heim.

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, féllst á afsögn Fitzgerald. Hann er tók sjálfur við embætti sínu fyrir aðeins þremur dögum. Forveri hans, Tom Price, sagði af sér eftir að sama dagblað uppljóstraði um notkun hans á einkaþotum í opinberum erindagjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×