Hvernig er hægt að dansa undir smásjá? Magnús Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 10:00 Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson og Pierre Alain Giraud hafa undanfarið unnið að opnunarverki Vetrarhátíðar. Visir/Stefán Vetrarhátíð verður sett í kvöld klukkan 19.45 með ljósainnsetningu sem verður varpað á olíutankana við Marshallhúsið. Innsetningin kallast Örævi og er eftir Valdimar Jóhannsson, Ernu Ómarsdóttur, Pierre Alain Giraud og Íslenska dansflokkinn. Auk þeirra koma koma fram í verkinu þau Aðalheiður Halldórsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Þyrí Huld Árnadóttir, Úlfur Óðinn Valdimarsson og Kristín Geirsdóttir en þegar náðist í þau Valdimar og Ernu voru þau að leggja lokahönd á verkið.Dansa á mörkunum Erna segir að Örævi sé hugsað í beinu framhaldi af því sem þau voru að fást við með dansflokknum á Norður og niður hátíðinni fyrr í vetur í sýningunni Myrkrið faðmar. Erna segir að þar hafi þau verið að fjalla um hinn berskjaldaða líkama sem er með öllu óvarinn í myrkrinu og maður veit aldrei á hverju er von og er með öll skynfæri í viðbragðsstöðu. „En núna erum við ekki lengur að skoða líkamann í myrkrinu heldur í örsmáum einingum ef svo má segja. Við fengum lánaða smásjá sem er hægt að festa myndavél á og erum búin að vera að mynda munninn, slímhúðina og ýmis svona smáatriði líkamans. Þarna eru við að skoða fegurðina í öllum þessum smáatriðum sem við tökum ekki eftir dagsdaglega.“ „Við erum svona að skoða landslagið í líkamanum,“ skýtur Valdimar inn í. „Já, nákvæmlega,“ tekur Erna undir. „Þetta er ákveðinn hluti af því sem líkaminn hefur upp á að bjóða. Sumar myndirnar dansa óneitanlega á mörkum fegurðar og ljótleika og eru svona af þessu sem fær fólk kannski til þess að segja oj, en samt er þetta fallegt. Við erum bara ekki vön því að sjá fegurðina í þessum hluta líkamans.“Hrukkur og hreyfingar Valdimar bendir á að það sem er á þessum myndum séu í raun hlutir sem við sjáum á hverjum degi. „Við erum bara ekki vön að sjá þetta svona nálægt. Þannig að þetta er orðið svona stórt þá finnst þér þetta kannski ógeðslegt en samt hefurðu þetta fyrir augunum á hverjum degi og það er gaman að skoða það með þessum hætti.“ Erna tekur undir þetta og segir að þetta séu líka hlutir af líkamanum sem halda okkur gangandi og sjái til þess að öll starfsemi sé með eðlilegum hætti. Erna segir að dansararnir Aðalheiður, Hannes og Þyrí úr dansflokknum hafi líka verið að vinna þetta með þeim. „Þetta eru allt mjög flinkir dansarar sem búa yfir ótrúlegri færni eins og að geta hreyft vöðva á skrítnum stöðum í líkamanum en það er líka eitthvað sem maður sér vanalega ekki á danssýningum einfaldlega vegna fjarlægðar áhorfenda. Þannig að þau voru að dansa með t.d. herðablöðunum og það kemur mjög skemmtilega út. Mamma mín tekur líka að sér að dansa með hrukkunum og Úlfur Óðinn sonur okkar tók líka að sér eitt hlutverk þannig að þetta er mjög fjölbreytt.“Mynd úr ljósainnsetningunni Örævi.Tunguhaftssóló Valdimar bendir á að með þessari miklu nánd við líkamann sem fæst með myndavélinni og svo færni dansaranna við að dansa með svona afmörkuðum svæðum náist fram þetta landslag líkamans sem þau hafi verið að falast eftir. „Þetta er líka vegna þess að augun í okkur virka dálítið eins og Photoshop-forritið. Augað velur það sem við sjáum með ómeðvituðum hætti en með því að stækka þessi smáatriði svona upp þá verða þau ekki lengur umflúin. Þegar ég kveikti á smásjánni þá fór ég fyrst inn á klósett, þreif vel á mér hendurnar og setti þær svo undir smásjána og það var sko líf og fjör. Það er greinilega ýmislegt sem gerist undir smásjá. Þá fórum við líka að hugsa hvernig væri hægt að dansa undir smásjá því hreyfingarnar þurfa að vera alveg pínulitlar en koma svo fram sem ógnarstórar á myndunum.“ Erna segir að þau hafi til að mynda skoðað tunguhaftið sérstaklega og það hafi komið í ljós að dansararnir voru með mjög ólíkt tunguhaft. „Ein var með ekkert og Aðalheiður var með flott og liðugt tunguhaft sem hún nýtti til þess að gera mjög flott tunguhaftssóló þannig að þetta er búið að vera alveg rosalega gaman hjá okkur.“Ör og ævi Myndunum er svo varpað á tankana við Marshallhúsið og undir þessu er leikin tónlist eftir Sigur Rós. „Við vorum enn svo innblásin af tónlistinni þeirra sem við vorum að vinna með á milli jóla og nýárs,“ segir Valdimar. „Ég fékk tónlistina þeirra til þess að leika mér að henni og útfæra hana svona eftir því sem hentaði að þessu sinni. Það virkaði einhvern veginn þannig að þetta hélt okkur við efnið. Tónlist Sigur Rósar er líka þannig að hún fer á einhvern hátt nálægt manni. En annars held ég að næsta skref hjá okkur hljóti að vera að búa til dansverk fyrir örverur,“ segir Valdimar og glottir. „Og bakteríur líka. Það hefur enginn gert það. Það gæti reyndar verið dálítið erfitt að hafa stjórn á þeim en það er þá helst Erna geti talað þær til og fengið til þess að dansa.“ Erna brosir að þessu og bendir á að nefnið Örævi feli einmitt í sér ákveðinn orðaleik að orðunum ör og ævi, að viðbættu öræva-orðinu þá sé þetta nú eins og Valdimar segir: „Farið að vísa til ævinnar sem landslags.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar. Dans Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Vetrarhátíð verður sett í kvöld klukkan 19.45 með ljósainnsetningu sem verður varpað á olíutankana við Marshallhúsið. Innsetningin kallast Örævi og er eftir Valdimar Jóhannsson, Ernu Ómarsdóttur, Pierre Alain Giraud og Íslenska dansflokkinn. Auk þeirra koma koma fram í verkinu þau Aðalheiður Halldórsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Þyrí Huld Árnadóttir, Úlfur Óðinn Valdimarsson og Kristín Geirsdóttir en þegar náðist í þau Valdimar og Ernu voru þau að leggja lokahönd á verkið.Dansa á mörkunum Erna segir að Örævi sé hugsað í beinu framhaldi af því sem þau voru að fást við með dansflokknum á Norður og niður hátíðinni fyrr í vetur í sýningunni Myrkrið faðmar. Erna segir að þar hafi þau verið að fjalla um hinn berskjaldaða líkama sem er með öllu óvarinn í myrkrinu og maður veit aldrei á hverju er von og er með öll skynfæri í viðbragðsstöðu. „En núna erum við ekki lengur að skoða líkamann í myrkrinu heldur í örsmáum einingum ef svo má segja. Við fengum lánaða smásjá sem er hægt að festa myndavél á og erum búin að vera að mynda munninn, slímhúðina og ýmis svona smáatriði líkamans. Þarna eru við að skoða fegurðina í öllum þessum smáatriðum sem við tökum ekki eftir dagsdaglega.“ „Við erum svona að skoða landslagið í líkamanum,“ skýtur Valdimar inn í. „Já, nákvæmlega,“ tekur Erna undir. „Þetta er ákveðinn hluti af því sem líkaminn hefur upp á að bjóða. Sumar myndirnar dansa óneitanlega á mörkum fegurðar og ljótleika og eru svona af þessu sem fær fólk kannski til þess að segja oj, en samt er þetta fallegt. Við erum bara ekki vön því að sjá fegurðina í þessum hluta líkamans.“Hrukkur og hreyfingar Valdimar bendir á að það sem er á þessum myndum séu í raun hlutir sem við sjáum á hverjum degi. „Við erum bara ekki vön að sjá þetta svona nálægt. Þannig að þetta er orðið svona stórt þá finnst þér þetta kannski ógeðslegt en samt hefurðu þetta fyrir augunum á hverjum degi og það er gaman að skoða það með þessum hætti.“ Erna tekur undir þetta og segir að þetta séu líka hlutir af líkamanum sem halda okkur gangandi og sjái til þess að öll starfsemi sé með eðlilegum hætti. Erna segir að dansararnir Aðalheiður, Hannes og Þyrí úr dansflokknum hafi líka verið að vinna þetta með þeim. „Þetta eru allt mjög flinkir dansarar sem búa yfir ótrúlegri færni eins og að geta hreyft vöðva á skrítnum stöðum í líkamanum en það er líka eitthvað sem maður sér vanalega ekki á danssýningum einfaldlega vegna fjarlægðar áhorfenda. Þannig að þau voru að dansa með t.d. herðablöðunum og það kemur mjög skemmtilega út. Mamma mín tekur líka að sér að dansa með hrukkunum og Úlfur Óðinn sonur okkar tók líka að sér eitt hlutverk þannig að þetta er mjög fjölbreytt.“Mynd úr ljósainnsetningunni Örævi.Tunguhaftssóló Valdimar bendir á að með þessari miklu nánd við líkamann sem fæst með myndavélinni og svo færni dansaranna við að dansa með svona afmörkuðum svæðum náist fram þetta landslag líkamans sem þau hafi verið að falast eftir. „Þetta er líka vegna þess að augun í okkur virka dálítið eins og Photoshop-forritið. Augað velur það sem við sjáum með ómeðvituðum hætti en með því að stækka þessi smáatriði svona upp þá verða þau ekki lengur umflúin. Þegar ég kveikti á smásjánni þá fór ég fyrst inn á klósett, þreif vel á mér hendurnar og setti þær svo undir smásjána og það var sko líf og fjör. Það er greinilega ýmislegt sem gerist undir smásjá. Þá fórum við líka að hugsa hvernig væri hægt að dansa undir smásjá því hreyfingarnar þurfa að vera alveg pínulitlar en koma svo fram sem ógnarstórar á myndunum.“ Erna segir að þau hafi til að mynda skoðað tunguhaftið sérstaklega og það hafi komið í ljós að dansararnir voru með mjög ólíkt tunguhaft. „Ein var með ekkert og Aðalheiður var með flott og liðugt tunguhaft sem hún nýtti til þess að gera mjög flott tunguhaftssóló þannig að þetta er búið að vera alveg rosalega gaman hjá okkur.“Ör og ævi Myndunum er svo varpað á tankana við Marshallhúsið og undir þessu er leikin tónlist eftir Sigur Rós. „Við vorum enn svo innblásin af tónlistinni þeirra sem við vorum að vinna með á milli jóla og nýárs,“ segir Valdimar. „Ég fékk tónlistina þeirra til þess að leika mér að henni og útfæra hana svona eftir því sem hentaði að þessu sinni. Það virkaði einhvern veginn þannig að þetta hélt okkur við efnið. Tónlist Sigur Rósar er líka þannig að hún fer á einhvern hátt nálægt manni. En annars held ég að næsta skref hjá okkur hljóti að vera að búa til dansverk fyrir örverur,“ segir Valdimar og glottir. „Og bakteríur líka. Það hefur enginn gert það. Það gæti reyndar verið dálítið erfitt að hafa stjórn á þeim en það er þá helst Erna geti talað þær til og fengið til þess að dansa.“ Erna brosir að þessu og bendir á að nefnið Örævi feli einmitt í sér ákveðinn orðaleik að orðunum ör og ævi, að viðbættu öræva-orðinu þá sé þetta nú eins og Valdimar segir: „Farið að vísa til ævinnar sem landslags.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar.
Dans Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira