Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2018 20:15 Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. Beðið er samantektar á framkvæmd gildandi reglna. Þær 4,6 milljónir sem Ásmundur Friðriksson fékk endurgreiddar í fyrra vegna aksturskostnaðar hafa dregið dilk á eftir sér. Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að breyta reglum um upplýsingagjöf um endurgreiðslur sem þingmenn fá vegna ferðakostnaðar og fundaði nefndin um málið í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður nefndin eftir samantekt um beitingu gildandi reglna áður en hún leggur fram tillögur sínar. Meðal þess sem er til skoðunar er breyting sem felur í sér birtingu upplýsinga um allar endurgreiðslur til þingmanna jafnóðum í lok hvers mánðar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að upplýsa þyrfti um allan ferðakostnað þingmanna. „Ekki bara akstur þeirra þingmanna sem aka heiman frá sér og til baka á hverjum degi, allan ferðakostnað, húsnæðiskostnað, kostnað við bílaleigubíla og svo framvegis, og svo framvegis. Af hverju er þetta viðkvæmt mál? Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í 3., 4. og 5. sæti,“ sagði Helga Vala. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata kvaddi sér líka hljóðs í umræðunni á þingi í dag. „Það er ógegnsæið, sem Alþingi hefur kannski ekki upplifað sem ógegnsæi hingað til, sem veldur tortryggninni. Því meira sem við getum birt um þetta allt saman, því betra. Því betra fyrir umræðuna, því betra fyrir þessa þingmenn sem njóta þessa kostnaðar eða nýta sér þessi réttindi,“ sagði Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. Beðið er samantektar á framkvæmd gildandi reglna. Þær 4,6 milljónir sem Ásmundur Friðriksson fékk endurgreiddar í fyrra vegna aksturskostnaðar hafa dregið dilk á eftir sér. Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að breyta reglum um upplýsingagjöf um endurgreiðslur sem þingmenn fá vegna ferðakostnaðar og fundaði nefndin um málið í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður nefndin eftir samantekt um beitingu gildandi reglna áður en hún leggur fram tillögur sínar. Meðal þess sem er til skoðunar er breyting sem felur í sér birtingu upplýsinga um allar endurgreiðslur til þingmanna jafnóðum í lok hvers mánðar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að upplýsa þyrfti um allan ferðakostnað þingmanna. „Ekki bara akstur þeirra þingmanna sem aka heiman frá sér og til baka á hverjum degi, allan ferðakostnað, húsnæðiskostnað, kostnað við bílaleigubíla og svo framvegis, og svo framvegis. Af hverju er þetta viðkvæmt mál? Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í 3., 4. og 5. sæti,“ sagði Helga Vala. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata kvaddi sér líka hljóðs í umræðunni á þingi í dag. „Það er ógegnsæið, sem Alþingi hefur kannski ekki upplifað sem ógegnsæi hingað til, sem veldur tortryggninni. Því meira sem við getum birt um þetta allt saman, því betra. Því betra fyrir umræðuna, því betra fyrir þessa þingmenn sem njóta þessa kostnaðar eða nýta sér þessi réttindi,“ sagði Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21