Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 18:45 Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09