Af kennurum, græðgi og vanrækslu Hjördís Albertsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 10:46 Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun