Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 10:13 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Ernir Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira