Flugeldasýning hjá City í Sviss Anton Ingi Leifsson skrifar 13. febrúar 2018 21:30 Aguero hefur verið frábær í liði City. vísir/getty Manchester City lenti í engum vandræðum með Basel í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur í Sviss urðu 4-0 sigur enska liðsins. Það voru ekki liðnar nema átján mínútur þegar staðan var orðin 2-0. İlkay Gündoğan kom City yfir á 14. mínútu og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Bernardo Silva forystuna. Sergio Aguero vildi ekki vera minni maður og fimm mínútum eftir mark Silva var hann búinn að koma City í 3-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Einungis eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik, en það gerði İlkay Gündoğan á 53. mínútu og afar þægilegt verkefni fyrir höndum hjá City þegar liðin mætast í Manchester 7. mars. Meistaradeild Evrópu
Manchester City lenti í engum vandræðum með Basel í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur í Sviss urðu 4-0 sigur enska liðsins. Það voru ekki liðnar nema átján mínútur þegar staðan var orðin 2-0. İlkay Gündoğan kom City yfir á 14. mínútu og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Bernardo Silva forystuna. Sergio Aguero vildi ekki vera minni maður og fimm mínútum eftir mark Silva var hann búinn að koma City í 3-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Einungis eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik, en það gerði İlkay Gündoğan á 53. mínútu og afar þægilegt verkefni fyrir höndum hjá City þegar liðin mætast í Manchester 7. mars.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti