Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:15 Mynd sem tekin er á Haítí í janúar 2011, ári eftir jarðskjálftann sem lagði landið að mestu í rúst. Svæðisstjóri Oxfam á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi og fengið vændiskonur heim til sín í villuna sem Oxfam leigði handa honum vegna starfsins. vísir/getty Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian. Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian.
Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira