Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk. Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28