Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 14:39 Fjölskyldurnar fimm lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Elín Margrét Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét
Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45
Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37