Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 14:39 Fjölskyldurnar fimm lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Elín Margrét Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét
Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45
Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37