Fjármálaráðherra segir þingmenn vera með dylgjur og blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 20:30 Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00