Heimsmeistaramótið í fótbolta hefst í Rússlandi eftir 112 daga og síðustu vikur og mánuði hafa stuðningsmenn liðanna á mótinu keppts um að sækja um miða á leikina. Íslendingar eru þar engin undantekning og áhugi Íslendinga á miðum hefur vakið heimsathygli.
Knattspyrnusamband Íslands er milliliður fyrir íslenska stuðningsfólkið sem ætlar sér að fara út á leiki Íslands á móti Argentínu, Nígeríu og Króatíu.
KSÍ skrifaði nú síðasta frétt inn á heimasíðu sína þar sem sambandið hvetur miðaumsækjendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum næstu daga
Svo virðist sem FIFA sé byrjað að úthluta miðum og að sumir miðaumsækjendur eru að lenda í því að FIFA takist ekki að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í miðaumsókninni.
KSÍ hvetur því miðaumsækjendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum næstu daga.
Fyrsti leikur íslenska liðsins á HM er á móti Argentínu 16. júní en sá leikur fer fram í Moskvu. Það er langmesta eftirspurnin eftir miðum á þann leik.
Hinir leikirnir eru á móti Nígeríu í Volgograd 22. júní og svo leikur á móti Króatíu í Rostov-on-Don 26. júní. Tvær efstu þjóðirnar í riðlinum komast í sextán liða úrslitin.
FIFA byrjað að úthluta miðum á HM í fótbolta
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti