Stjórnarandstaðan undrast málafæð ríkisstjórnarinnar og rekur á eftir samgönguáætlun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 18:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira