Segir ríkisstjórn Trump í stríði við Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 23:22 Frá mótmælum í Kaliforníu í dag gegn Jeff Sessions. Vísir/AFP Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira