Basel úr leik þrátt fyrir sigur á Etihad │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 21:30 Manchester City er komið í 8-liða úrslit Meistardeildar Evrópu þrátt fyrir tap gegn Basel á heimavelli sínum í kvöld. City vann fyrri leikinn í Sviss 4-0 og var því nokkuð öruggt áfram í kvöld. Basel mætti þó tilbúið í að spila upp á stoltið á Etihad vellinum og fóru gestirnir með 2-1 sigur. Einvígið fór því 5-2 fyrir City sem er því komið áfram. Gabriel Jesus kom City yfir eftir átta mínútna leik og leit allt út fyrir að annar auðveldur stórsigur City væri fram undan. En það vildi Mohamed Elyounoussi ekki og hann skoraði jöfnunarmark Basel á 17. mínútu. Staðan var 1-1 í leikhléi en Michael Lang tryggði Basel sigurinn með skoti utan úr teignum á 71. mínútu. Meistaradeild Evrópu
Manchester City er komið í 8-liða úrslit Meistardeildar Evrópu þrátt fyrir tap gegn Basel á heimavelli sínum í kvöld. City vann fyrri leikinn í Sviss 4-0 og var því nokkuð öruggt áfram í kvöld. Basel mætti þó tilbúið í að spila upp á stoltið á Etihad vellinum og fóru gestirnir með 2-1 sigur. Einvígið fór því 5-2 fyrir City sem er því komið áfram. Gabriel Jesus kom City yfir eftir átta mínútna leik og leit allt út fyrir að annar auðveldur stórsigur City væri fram undan. En það vildi Mohamed Elyounoussi ekki og hann skoraði jöfnunarmark Basel á 17. mínútu. Staðan var 1-1 í leikhléi en Michael Lang tryggði Basel sigurinn með skoti utan úr teignum á 71. mínútu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti