Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2018 06:00 Valgerður Sverrisdóttir er meðlimur í sama sundklúbbi og séra Ólafur og þekkir hann „að góðu einu“. Vísir/Gva Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, reyndi að hafa áhrif á einn brotaþola séra Ólafs Jóhannssonar meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þolandinn, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, er ein þeirra fimm sem kærðu athafnir Ólafs til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Féllst nefndin á að Ólafur hefði í því máli gerst sekur um siðferðisbrot. Í málinu var hann sakaður um að hafa farið inn í eldhús á vinnustað Guðbjargar Ásdísar, slefað ofan í hálsmál hennar og haft við hana ósiðleg orð um tilvonandi utanlandsferð sóknarnefndar.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Valgerður hafði samband við Guðbjörgu Ásdísi þar sem þær eru gamlir sveitungar úr Höfðahverfi við utanverðan Eyjafjörð. „Ég tek það algjörlega upp hjá sjálfri mér að hafa samband við þig en það sem er að brjótast um í mér er hvort þessu máli geti lokið með afsökunarbeiðni og samkomulagi eða hvort málið er það alvarlegt að hann verði að víkja,“ skrifaði Valgerður. Guðbjörg velti fyrir sér hvað vekti fyrir henni og fannst óþægilegt og varð hissa á að fá þetta bréf frá fyrrverandi ráðherra. „Ólaf þekki ég þannig að hann tilheyrir ákveðnum klúbbi í Vesturbæjarlauginni sem ég tilheyri líka,“ skrifaði Valgerður til brotaþolans. Þingstörf, umræða um fuglaflensu Valgerður Sverrisdóttir„Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og Ólafur hefur m.a. það hlutverk að sjá um „litlu jólin“ ár hvert sem hann gerir mjög vel. Okkur þykir öllum ákaflega leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp en erum að sjálfsögðu ekki að rengja ykkur konurnar.“ Fréttablaðið spurði Valgerði hvort hún hefði spurt hvort hægt væri að leysa málið með öðrum hætti. Valgerður neitar því. „Nei, ég spurði ekki að því,“ sagði Valgerður. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta væri ekki alvarlegt því ég þekki manninn að góðu einu og það var allt og sumt, það var ekkert meira.“? Fimm konur kærðu séra Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustmánuðum í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni og vildu að úrskurðarnefnd færi yfir málin. Var hann sakaður um að sleikja kinnar og eyru kærenda og sleikja tær einnar þeirra. Ólafur var sendur í leyfi í sumar og skikkaður í sálfræðimeðferð til að læra að setja sér mörk í samskiptum við hitt kynið. Hann hafði farið í sams konar meðferð í byrjun áratugarins. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, reyndi að hafa áhrif á einn brotaþola séra Ólafs Jóhannssonar meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þolandinn, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, er ein þeirra fimm sem kærðu athafnir Ólafs til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Féllst nefndin á að Ólafur hefði í því máli gerst sekur um siðferðisbrot. Í málinu var hann sakaður um að hafa farið inn í eldhús á vinnustað Guðbjargar Ásdísar, slefað ofan í hálsmál hennar og haft við hana ósiðleg orð um tilvonandi utanlandsferð sóknarnefndar.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Valgerður hafði samband við Guðbjörgu Ásdísi þar sem þær eru gamlir sveitungar úr Höfðahverfi við utanverðan Eyjafjörð. „Ég tek það algjörlega upp hjá sjálfri mér að hafa samband við þig en það sem er að brjótast um í mér er hvort þessu máli geti lokið með afsökunarbeiðni og samkomulagi eða hvort málið er það alvarlegt að hann verði að víkja,“ skrifaði Valgerður. Guðbjörg velti fyrir sér hvað vekti fyrir henni og fannst óþægilegt og varð hissa á að fá þetta bréf frá fyrrverandi ráðherra. „Ólaf þekki ég þannig að hann tilheyrir ákveðnum klúbbi í Vesturbæjarlauginni sem ég tilheyri líka,“ skrifaði Valgerður til brotaþolans. Þingstörf, umræða um fuglaflensu Valgerður Sverrisdóttir„Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og Ólafur hefur m.a. það hlutverk að sjá um „litlu jólin“ ár hvert sem hann gerir mjög vel. Okkur þykir öllum ákaflega leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp en erum að sjálfsögðu ekki að rengja ykkur konurnar.“ Fréttablaðið spurði Valgerði hvort hún hefði spurt hvort hægt væri að leysa málið með öðrum hætti. Valgerður neitar því. „Nei, ég spurði ekki að því,“ sagði Valgerður. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta væri ekki alvarlegt því ég þekki manninn að góðu einu og það var allt og sumt, það var ekkert meira.“? Fimm konur kærðu séra Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar á haustmánuðum í fyrra fyrir athæfi sem þær töldu kynferðislega áreitni og vildu að úrskurðarnefnd færi yfir málin. Var hann sakaður um að sleikja kinnar og eyru kærenda og sleikja tær einnar þeirra. Ólafur var sendur í leyfi í sumar og skikkaður í sálfræðimeðferð til að læra að setja sér mörk í samskiptum við hitt kynið. Hann hafði farið í sams konar meðferð í byrjun áratugarins.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54