Hafna kröfu um að lækka hús á Edenreit enn frekar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Edenreiturinn hefur staðið auður frá því að söluskálinn brann sumarið 2011. Gróðurhúsin aftan við standa á Þelamörk 52-54. VísirPjetur Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira