Dagur segir Sjálfstæðismenn hafa skilið fjárhag borgarinnar eftir í „rjúkandi rúst“ Höskuldur Kári Schram og Þórdís Valsdóttir skrifa 3. mars 2018 16:34 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira