Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 13:27 Frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Samtök hernaðarandstæðinga afhentu kæruna í dag. Mynd/Samtök Hernaðarandstæðinga Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í hádeginu í dag fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Í kærunni er m.a. vísað til umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kveiks þar sem fram kom að flugfélagið hefur á liðnum misserum sinnt flutningi á hergögnum til Sádí-Arabíu. Samtökin telja ljóst að leyfi opinberra aðila fríar flutningsaðila ekki ábyrgð. Þá telja samtökin að flugfélagið Air Atlanta hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög.Sjá einnig: Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað þann 27. febrúar síðastliðinn eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Þá kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Kæru Samtaka hernaðarandstæðinga má lesa í heild hér fyrir neðan: Efni bréfs: Kæra til lögreglu á hendur Flugfélaginu Atlanta vegna brota á lögum nr. 1173/2010Samtök hernaðarandstæðinga (kt. 4512770579) leggja fram kæru á hendur Flugfélaginu Atlanta (kt. 6503871639) vegna brota á lögun nr. 1173/2010 um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.Vísað er í umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kveiks, sem var á dagskrá RÚV þriðjudagskvöldið 27. febrúar sl. Þar kom fram að flugfélagið hefur á liðnum misserum sinnt flutningi á hergögnum til Sádi-Arabíu sem verulegar líkur máttu teljast á að yrðu notuð í hernaði í Jemen og Sýrlandi. Flutningarnir stönguðust því á við alþjóðlega sáttmála sem Ísland er aðili að.Samtök hernaðarandstæðinga telja augljóst að flutningarnir hafi verið brot á lögum nr. 1173/2010, en í fyrstu grein þeirra segir: „Markmið laga þessara er að auka alþjóðaöryggi og tryggja virðingu fyrir mannréttindum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, með því meðal annars að hafa eftirlit með, banna og/eða leyfisbinda útflutning á hlutum sem má nota, með beinum eða óbeinum hætti, til hryðjuverka, bælingar eða í hernaðarlegum tilgangi, svo og hafa eftirlit með þjónustu og fjárfestingum þeim tengdum.“ Í 6. grein sömu laga kemur skýrt fram að leyfi opinberra aðila fyrir (í þessu tilviki) flutningum á vopnum, fríar flutningsaðila ekki ábyrgð, en þar segir: „Nú hefur almennt innflutnings-, útflutnings-, þjónustu- eða fjárfestingaleyfi verið gefið út en leyfishafa verður kunnugt um eða hann má ætla, vegna síðari atburða eða af öðrum ástæðum, að útflutningurinn, innflutningurinn, þjónustan eða fjárfestingin brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og er honum þá óheimilt að nota leyfið.“ Samtök hernaðarandstæðinga telja ljóst að Flugfélagið Atlanta hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota leyfið.Jafnframt minna Samtök hernaðarandstæðinga á 5. mgr. 13. gr. laga nr. 58/2010 sem heimila upptöku á hlutum sem hafa verið notaðir til brots, hafa orðið til við brot eða með öðrum hætti tengjast framningu brots. Þá má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða hluta. Fyllsta ástæða hlýtur að vera fyrir lögreglu að íhuga hvort haldleggja skuli flutningavélar félagsins sem og fjármuni sem ætla má að fyrirtækinu hafi áskotnast vegna viðskiptanna.Fyrir hönd Samtaka hernaðarandstæðinga,Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05 Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í hádeginu í dag fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Í kærunni er m.a. vísað til umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kveiks þar sem fram kom að flugfélagið hefur á liðnum misserum sinnt flutningi á hergögnum til Sádí-Arabíu. Samtökin telja ljóst að leyfi opinberra aðila fríar flutningsaðila ekki ábyrgð. Þá telja samtökin að flugfélagið Air Atlanta hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög.Sjá einnig: Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað þann 27. febrúar síðastliðinn eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Þá kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Kæru Samtaka hernaðarandstæðinga má lesa í heild hér fyrir neðan: Efni bréfs: Kæra til lögreglu á hendur Flugfélaginu Atlanta vegna brota á lögum nr. 1173/2010Samtök hernaðarandstæðinga (kt. 4512770579) leggja fram kæru á hendur Flugfélaginu Atlanta (kt. 6503871639) vegna brota á lögun nr. 1173/2010 um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.Vísað er í umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kveiks, sem var á dagskrá RÚV þriðjudagskvöldið 27. febrúar sl. Þar kom fram að flugfélagið hefur á liðnum misserum sinnt flutningi á hergögnum til Sádi-Arabíu sem verulegar líkur máttu teljast á að yrðu notuð í hernaði í Jemen og Sýrlandi. Flutningarnir stönguðust því á við alþjóðlega sáttmála sem Ísland er aðili að.Samtök hernaðarandstæðinga telja augljóst að flutningarnir hafi verið brot á lögum nr. 1173/2010, en í fyrstu grein þeirra segir: „Markmið laga þessara er að auka alþjóðaöryggi og tryggja virðingu fyrir mannréttindum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, með því meðal annars að hafa eftirlit með, banna og/eða leyfisbinda útflutning á hlutum sem má nota, með beinum eða óbeinum hætti, til hryðjuverka, bælingar eða í hernaðarlegum tilgangi, svo og hafa eftirlit með þjónustu og fjárfestingum þeim tengdum.“ Í 6. grein sömu laga kemur skýrt fram að leyfi opinberra aðila fyrir (í þessu tilviki) flutningum á vopnum, fríar flutningsaðila ekki ábyrgð, en þar segir: „Nú hefur almennt innflutnings-, útflutnings-, þjónustu- eða fjárfestingaleyfi verið gefið út en leyfishafa verður kunnugt um eða hann má ætla, vegna síðari atburða eða af öðrum ástæðum, að útflutningurinn, innflutningurinn, þjónustan eða fjárfestingin brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og er honum þá óheimilt að nota leyfið.“ Samtök hernaðarandstæðinga telja ljóst að Flugfélagið Atlanta hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota leyfið.Jafnframt minna Samtök hernaðarandstæðinga á 5. mgr. 13. gr. laga nr. 58/2010 sem heimila upptöku á hlutum sem hafa verið notaðir til brots, hafa orðið til við brot eða með öðrum hætti tengjast framningu brots. Þá má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða hluta. Fyllsta ástæða hlýtur að vera fyrir lögreglu að íhuga hvort haldleggja skuli flutningavélar félagsins sem og fjármuni sem ætla má að fyrirtækinu hafi áskotnast vegna viðskiptanna.Fyrir hönd Samtaka hernaðarandstæðinga,Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður
Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05 Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28
Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05
Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00