Argentínska landsliðið verður í æfingabúðum í Barcelona frá 1. til 8. júní en stoppar svo í Tel Aviv á leiðinni til Rússlands. Leikurinn við Ísrael fer fram sjö dögum fyrir leik Íslands og Argentínu í Moskvu.
Óskastaða Jorge Samapoli, þjálfara argentínska landsliðsins, var að spila þennan vináttuleik í Barcelona en plönin breyttust. Þess í stað flýgur liðið í þrjá tíma til Tel Aviv og mætir heimamönnum.
AMISTOSO CONFIRMADO
El 9 de junio, a una semana del debut ante Islandia en el Mundial, la selección argentina hace escala en Tel Aviv para enfrentar a Israel pic.twitter.com/SObb1U63T8
— Luciana Rubinska (@LRubinska) February 26, 2018
Íslenska landsliðið leikur tvo síðustu undirbúningsleiki sína heima á Íslandi, þann fyrri á móti Noregi 2. júní og þann síðari væntanlega á móti Gana 6. júní þótt að það sé ekki búið að staðfesta þann leik.