Heimir Hallgríms einn af tíu HM-þjálfurum sem mættu til Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 13:00 Heimir Hallgrímsson sést meðal fulltrúa hinna 32 HM-þjóðanna í vinnustofunni í Sotsjí. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira