Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2018 23:15 Stamos er sagður hafa lent uppi á kant við aðra stjórnendur Facebook um hvernig ætti að taka á áróðri og falsfréttum á miðlinum. Vísir/AFP Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45