Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 22:38 Það tók dómsmálaráðherrann sex daga að eyða umdeildu færslunni af Facebook-síðu sinni. Vísir/EPA Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. Meirihluti þingmanna á norska þinginu styður vantrauststillöguna eftir að leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Knu Arild Hareide, lýsti því yfir að flokkurinn treysti ekki Listhaug. Greint er frá málinu á vef Guardian. Minnihlutastjórn Framfaraflokksins Listhaug og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, reiðir sig á stuðning Kristilega demókrataflokksins. Þann stuðning hefur Listhaug hins vegar ekki lengur í embætti dómsmálaráðherra en ástæðan er færsla á Facebook-síðu hennar fyrr í mánuðinum þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011 en tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook og birti með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri. Ráðherrann fékk strax mikla gagnrýni á sig vegna þessara skrifa en það tók hana þó sex daga að eyða færslunni. Þá fékk hún enn meiri gagnrýni á sig þar sem hún baðst fyrst ekki afsökunar á því hversu særandi færslan var heldur því að hún hefði gert mistök á samfélagsmiðlum. Á endanum baðst Listhaug innilegrar afsökunar og sagði að það væri auðvitað ekki tilfellið að Verkamannaflokkurinn væri einhvers konar ógn við þjóðaröryggi. Þá hefur Erna Solberg einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir fjögurra tíma fund hjá landsnefnd Kristilega demókrataflokksins varð hins vegar ljóst að afsökunarbeiðnirnar duga ekki til þar sem að flokkurinn styður vantraust á dómsmálaráðherra, auk Miðflokksins og fimm vinstriflokka. Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. Meirihluti þingmanna á norska þinginu styður vantrauststillöguna eftir að leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, Knu Arild Hareide, lýsti því yfir að flokkurinn treysti ekki Listhaug. Greint er frá málinu á vef Guardian. Minnihlutastjórn Framfaraflokksins Listhaug og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, reiðir sig á stuðning Kristilega demókrataflokksins. Þann stuðning hefur Listhaug hins vegar ekki lengur í embætti dómsmálaráðherra en ástæðan er færsla á Facebook-síðu hennar fyrr í mánuðinum þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011 en tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook og birti með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri. Ráðherrann fékk strax mikla gagnrýni á sig vegna þessara skrifa en það tók hana þó sex daga að eyða færslunni. Þá fékk hún enn meiri gagnrýni á sig þar sem hún baðst fyrst ekki afsökunar á því hversu særandi færslan var heldur því að hún hefði gert mistök á samfélagsmiðlum. Á endanum baðst Listhaug innilegrar afsökunar og sagði að það væri auðvitað ekki tilfellið að Verkamannaflokkurinn væri einhvers konar ógn við þjóðaröryggi. Þá hefur Erna Solberg einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir fjögurra tíma fund hjá landsnefnd Kristilega demókrataflokksins varð hins vegar ljóst að afsökunarbeiðnirnar duga ekki til þar sem að flokkurinn styður vantraust á dómsmálaráðherra, auk Miðflokksins og fimm vinstriflokka.
Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40