Halldór Jóhann: Þarf að taka þessa stöðu alvarlega Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:33 Halldór Jóhann var ómyrkur í máli í leikslok. vísir/eyþór „Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
„Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira