560 dagar síðan að Kolbeinn var síðast í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2018 14:45 Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu á móti Englandi á EM 2016. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson var í dag valinn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta en þessa dagana eru liðnir tæpir nítján mánuðir síðan að einn mesti markaskorari landsliðsins frá upphafi var síðast valinn í landsliðshóp. 2. september 2016 er sögulegri dagur en margur heldur. Þennan dag var íslenska fótboltlandsliðið statt í Frankfurt í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í undankeppni HM 2018. Þennan dag kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem var sagt frá því að framherjinn Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Úkraínu sem fór fram í Kiev 5. september 2016. Kolbeinn hafði verið allt í öllu í nýloknu EM-ævintýri íslenska landsliðsins í Frakklandi og skoraði í tveimur síðustu leikjum sínum þar af sigurmarkið á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Kolbeinn hefur alls skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og vantar fjögur mörk í að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði valið Kolbein í hópinn fyrir Úkraínuleikinn í september 2016 og hann hafði verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið var við æfingar. „Nú hefur verið ákveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum á mánudag. Ákvörðunin er tekin í fullu samráði leikmannsins sjálfs, þjálfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray,“ sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Kolbeinn missti ekki aðeins af þessum leik á móti Úkraínu í september 2016 heldur öllum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Í dag rann svo loksins upp dagurinn þegar Kolbeinn var aftur valinn í íslenska landsliðið. Hann er í hóp Heimis Hallgrímssonar sem er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson var í dag valinn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta en þessa dagana eru liðnir tæpir nítján mánuðir síðan að einn mesti markaskorari landsliðsins frá upphafi var síðast valinn í landsliðshóp. 2. september 2016 er sögulegri dagur en margur heldur. Þennan dag var íslenska fótboltlandsliðið statt í Frankfurt í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í undankeppni HM 2018. Þennan dag kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem var sagt frá því að framherjinn Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Úkraínu sem fór fram í Kiev 5. september 2016. Kolbeinn hafði verið allt í öllu í nýloknu EM-ævintýri íslenska landsliðsins í Frakklandi og skoraði í tveimur síðustu leikjum sínum þar af sigurmarkið á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Kolbeinn hefur alls skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og vantar fjögur mörk í að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði valið Kolbein í hópinn fyrir Úkraínuleikinn í september 2016 og hann hafði verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið var við æfingar. „Nú hefur verið ákveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum á mánudag. Ákvörðunin er tekin í fullu samráði leikmannsins sjálfs, þjálfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray,“ sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Kolbeinn missti ekki aðeins af þessum leik á móti Úkraínu í september 2016 heldur öllum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Í dag rann svo loksins upp dagurinn þegar Kolbeinn var aftur valinn í íslenska landsliðið. Hann er í hóp Heimis Hallgrímssonar sem er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira