Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2018 10:30 Fjöldinn allur af vörum flakkar á milli í póstþjónustu út um allan heim og er hönnunarstuldur orðið mikið vandamál. vísir/getty Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira