Enn ekki ljóst hversu margir létust Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 23:46 Viðbragðsaðilar njóta aðstoðar leitarhunda við björgunaraðgerðir á slysstað. Vísir/AFP Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést. Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.
Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36