Erlent

Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta

Samúel Karl Ólason skrifar
Austur-Ghouta hefur verið undir stöðugu sprengjuregni í mánuð.
Austur-Ghouta hefur verið undir stöðugu sprengjuregni í mánuð. Vísir/AFP
Hersveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og sem studdar eru af Rússlandi hafa náð tökum á mikilvægum bæ, Hamouriyah, í Austur-Ghouta. Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. Umsátur um svæðið hefur staðið yfir frá 2013.

Sókn Assad-liða hefur í raun skipt Austur-Ghouta í þrjá hluta og er hver hluti undir stjórn mismunandi uppreisnarhópa.



Eftirlitsaðilar segja sífelldar loftárásir vera gerðar á svæðið og Hvítu hjálmarnir segja sjálfboðaliða sína ekki geta komið fólki til bjargar vegna árásanna. Einn sjálfboðaliði hefur fallið í árásunum. Syrian Observatory for Human Rights segir árásir hafa verið gerðar á almenna borgara sem reyndu að flýja frá Hamouriyah vegna sóknar Assad-liða og að nokkrir hafi særst.

Rauði krossinn kom hjálpargögnum til íbúa Ghouta í dag en Sameinuðu þjóðirnar og Rauði hálfmáninn komu einnig að skipulagningu bílalestarinnar sem flutti hjálpargögnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×