Enski boltinn

Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór liggur hér meiddur á vellinum.
Gylfi Þór liggur hér meiddur á vellinum.
Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton.

Gylfi meiddist í sigri Everton á Brighton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Everton gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagt var að Gylfi yrði frá í 6-8 vikur.

Allardyce ræddi málið á blaðamannafundi sínum í morgun og þar sagði hann að sá sem sendi þessa tilkynningu út eigi von á reiðilestri.

„Vonandi verður Gylfi fljótari að jafna sig en við búmst við.“

„Mér hefur alltaf fundist að það eigi ekki að setja tímastimpil á meiðsli. Þú vilt koma í veg fyrir bakslög og ef þú kemst fyrr til baka þá hefur þú staðið þig vel.“

„Leikmenn eru mis fljótir að jafna sig. Gylfi er ákveðinn í því að koma til baka til okkar og íslenska landsliðsins á HM,“ sagði Sam Allardyce.


Tengdar fréttir

Meiddur Gylfi hljóp meira en félagar sínir

Þó svo Gylfi Þór Sigurðsson hafi meiðst eftir rúmlega 20 mínútna leik um síðustu helgi þá var hann samt duglegri en allir félagar sínir að hlaupa í leiknum gegn Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×