Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“ Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira