Demókratinn Conor Lamb virðist hafa borið sigur úr býtum í þingkosningum í Pennsylvania í gærkvöldi. Þegar búið er að telja úr atkvæðakössunum í mest öllu ríkinu leiddi Lamb gegn andstæðingi sínum Rick Saccone með einungis tæplega 641 atkvæðum og útlit er fyrir endurtalningu. Lamb hefur þó lýst yfir sigri og væntanlegur sigur hans hefur vakið áhyggjur meðal Repúblikana fyrir komandi þingkosningar í nóvember.
Heildaratkvæði voru rúmlega 224 þúsund.
Donald Trump sigraði í Pennsylvania í forsetakosningunum 2016 með tuttugu prósentustigum gegn Hillary Clinton og ríkið hefur verið eitt af helstu vígum Repúblikanaflokksins um árabil. Efnt var til kosninga eftir að þingmaðurinn Tim Murphy sagði af sér vegna kynlífshneykslis.
Repúblikanar hafa lagt allt í sölurnar og hefur Trump sjálfur haldið tvo kosningafundi til að hvetja fólk til að kjósa og samtök tengd flokknum hafa varið minnst tíu milljónum í kosningabaráttuna samkvæmt umfjöllun Politico.
Trump yngri, Ivanka Trump og Kellyanne Conway hafa einnig ferðast til ríkisins og talað máli Saccone.
Demókratar sjá mögulegan sigur Lamb fyrir sér sem ljós í enda ganganna og ætla þeir sér að reyna að ná tökum á fulltrúadeildinni þar sem Repúblikanar eru með 24 manna meirihluta. Samkvæmt umfjöllun AP höfðu flestir talið þingsætið öruggt í höndum Repúblikana.
Erlent