Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:26 Rex Tillerson í ræðupúlti utanríkisráðuneytisins. Skjáskot Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við „uggvænlegri hegðun og gjörðum,“ Rússa í kveðjuræðu sinni í gær. Fregnir af því að Bandaríkjaforseti hafi rekið Rex Tillerson komu eins og þruma úr heiðskýru lofti í gær en þeim hafði áður sinnast á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það kom nokkuð á óvart að Tillerson hafi hvorki þakkað Donald Trump né hrósaði stefnumálum hans í ræðu sinni í gær. Slíkt er yfirleitt venjan í sambærilegum ræðum, þrátt fyrir að slettist upp á vinskapinn. Í ræðu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær reifði Tillerson margt af því sem hann telur hafa vel tekist í ráðherratíð sinni. Í því samhengi má nefna bætt samskipti við Kína og jákvæðar vendingar síðustu daga í kjarnorkumálum Norður-Kóreu. Hann bætti þó við: „Mikið verk á eftir að vinna þegar kemur að viðbrögðum við uggvænlegri hegðun og gjörðum rússneskra stjórnvalda.“Sjá einnig: Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrannHann segir að Rússar verði að gera það upp við sig hvort gjörðir þeirra, sem hann tilgreindi þó ekki sérstaklega, væru til þess fallnar að bæta hag rússnesku þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. „Að halda áfram á sömu braut mun líklega leiða til frekari einangrunar Rússlands sem gagnast ekki neinum.“ Óhætt er þó að ætla að þar hafi hann verið að vísa til íhlutunar Rússa í kosningum, jafnt í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Enn er margt á huldu varðandi brottrekstur Tillerson en Trump segir sjálfur að hann hafi viljað fríska upp á utanríkisþjónustuna fyrir komandi átök. Þeirra stærst eru komandi viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, viðræður sem Tillerson er talinn hafa verið andvígur. Sögusagnirnar eru þó margar og þeirra bitastæðust lýtur einmitt að fyrrnefndum Rússum. Tillerson var sá eini í starfsliði Trumps sem sagði að Rússar bæru ábyrgð á dauða rússnesks gagnnjósnara í Bretlandi á dögunum.Sú yfirlýsinga er sögð hafa lagst illa í Trump en starfslið hans hefur mátt búa við stanslausar ásakanir um samráð við Rússa í forsetakosningunum, sem svo leiddu til sigurs Trump í nóvember 2016.Brot úr ræðu Tillerson í gær má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50