Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 16:51 Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Vísir/Getty Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira